
Langar þig að taka myndir í stúdíói?
Stúdíó – Óli Már býður upp á vandað námskeiðið fyrir þá sem kunna á myndavélina sína en vilja ganga skrefi lengra og prófa að taka myndir í stúdíói.
Þátttakendur verða að hafa sína myndavél meðferðis. Námskeiðið er í fjögur skipti og fer fram í Íshúsi Hafnarfjarðar. Þar er stórt og fullbúið ljósmyndastúdíó.
Farið verður yfir grunnatriði í stúdíómyndatökum, búnað og stillingar. Í lok námskeiðs kemur fyrirsæta á staðinn og þátttakendur hanna lýsingu og mynda sjálfir.
Einnig verður farið yfir hvernig hægt er að nýta flassið og þá lýsingu sem til er heima til þess að ná svipuðum árangri.
Leiðbeinandi er Ólafur Már Svavarsson

Næsta námskeið hefst 18. mars 2019
Mán. 18., mið 20., fim. 21. og lau. 23. mars.
Kennt er virku dagana frá 16:30 – 19:00 og 10-14 á laugardeginum.
Hámarksfjöldi á hvert námskeið er 10 manns.
Hefur þú brennandi áhuga á ljósmyndun? Hefur þú tekið myndir í einhvern tíma, kannt á helstu stillingar myndavélarinnar og þekkir hugtökin ljósop, hraða og iso? Átt þú eða hefur þú aðgang að góðri stafrænni myndavél sem hefur möguleika á að stilla ljósop og hraða og hægt er að tengja flass við (hotshoe)?
Þá er svarið já, engin spurning.
Gott er að taka fram að námskeiðið er ekki fyrir algera byrjendur í ljósmyndun, enda ekki um hefðbundið ljósmyndanámskeið að ræða.
24.900 kr.
Umsagnir
Viltu vita meira?
Ef þú hefur einhverjar frekari spurningar endilega hafðu samband.
s: 899-8505
studio.olimar@gmail.com